Sensor er íslenskt framleiðslufyrirtæki sem var stofnað árið 2015. Við þjónustum erlend kvikmyndaverkefni og framleiðum íslenskar auglýsingar, tónlistarmyndbönd, kvikmyndir og sjónvarpsefni.  

Verkin okkar eru mjög fjölbreytt og við getum aðlagað okkur  margvíslegum verkefnum eftir stærð og umfangi.  

Vimeo Staff Pick
Deutsche Grammophon
BBC
Awal
Ghetto Film School
Unviersal Music Group
The Wandering Earth 2
Fulbright
RÚV
Euronews
Vimeo Staff Pick
Deutsche Grammophon
BBC
Awal
Ghetto Film School
Unviersal Music Group
The Wandering Earth 2
Fulbright
RÚV
Euronews
Vimeo Staff Pick
Deutsche Grammophon
BBC
Awal
Ghetto Film School
Unviersal Music Group
The Wandering Earth 2
Fulbright
RÚV
Euronews

Teymið

Erlendur Sveinsson

Erlendur Sveinsson er leikstjóri og framleiðandi með masterspróf í leikstjórn frá Columbia University. Hann hlaut Fulbright styrk til námsins og útskrifaðist sumarið 2018. Stuttmyndir hans úr náminu, Kanarí og Thick Skin hafa verið sýndar á yfir 100 kvikmyndahátíðum og voru báðar tilnefndar sem drama of the year á The Vimeo Staff Pick Awards. Erlendur hóf kvikmyndaferil sinn eftir að hann útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Ísland með stuttmyndina Kæri Kaleb. Hann vann stuttmyndahátíð unga fólksins, Ljósvakaljóð með Viltu breyta lífi þínu? og síðar mínótumyndakeppni RIFF fyrir mynd sína Breathe. Erlendur hefur leikstýrt tugum tónlistarmyndbanda fyrir marga af vinsælustu tónlistarmönnum Íslands og tónlistarmyndband hans við lag Ásgeirs Trausta var valið á Camera Image hátíðina í Póllandi. Hann hefur verið valinn á Nordic talentCampus, Les Arcs Talent village & Berlinale Talent campus.

erlendur@sensor.tv

Stofnandi & leikstjóri

+354 694 4345

Kári Úlfsson er íslenskur framleiðandi frá Selfossi. 2017 flutti hann til New York og stundaði þar masters nám í skapandi framleiðslu við Columbia háskóla. Kári er margverðlaunaður framleiðandi og hefur fyrir stuttmyndir sínar meðal annars unnið til sérstakrar viðurkenningar í aðalkeppni Cannes kvikmyndahátíðarinnar. Síðan hann útskrifaðist 2020 hefur Kári getið sér gott orðs á Íslandi og unnið við framleiðslu á mörgum stigum en hefur mest framleitt fyrir Sensor meðal annars tónlistarmyndbönd, auglýsingar, stuttmyndir og kvikmynd í fullri lengd. Það sem Kári elskar mest við kvikmyndagerð er tækifæri til að blanda saman áhugamálum sínum; útivist og kvikmyndir. Fyrir honum er leitin að tökustaðnum það mikilvægasta.

Kristín Ósk Sævarsdóttir er íslenskur framleiðandi sem ólst upp í Reykjavík. Eftir að hafa dáðst að kvikmyndum og teiknimyndum frá unga aldri flutti Kristín til Englands árið 2019 til að stunda nám við kvikmyndagerð. Hún lærði framleiðslustjórnun fyrir kvikmyndir og sjónvarp í National Film and Television School, og varð í kjöflarið hrifnari af þeirri teymisvinnunni og böndum sem skapast á milli fólks. Kristín hefur starfað í bransanum síðan 2021, við ýmis hlutverk fyrir ýmis framleiðslufyrirtæki. Þá hefur hún myndað einstakt samband við Sensor og þá teymisvinnu sem hún vinnur við þar. Hún elskar þá fjölbreyttu flóru af fólki sem hún kynnist við framleiðslu og vera í kringum skapandi fólk.

Verkefnin okkar

Hafðu samband

info@sensor.tv

Fyrirspurnir

info@sensor.tv

Instagram iconInstagram

Njálsgata 22, 101 Reykjavík, Iceland